Starfsmaður Borgarsels sýktur af kórónuveirunni Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2020 17:02 Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. Starfsmaðurinn var síðast í vinnu, þriðjudaginn 18. ágúst, var þá algjörlega einkennalaus og viðhafði hann allar þær sóttvarnir sem krafa er gerð um á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarseli en þar er rekin dagþjálfun fyrir skjólstæðinga með heilabilun. Föstudaginn, 21. ágúst, fjölluðu starfsmenn sóttvarnalæknis og rakningateymis um málið á samráðsfundi hjúkrunarheimila. Í framhaldi af þeim fundi var Borgarseli lokað, þ.e. föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst. Húsnæðið var sótthreinsað og unnið að skipulagningu í samvinnu við Sóttvarnalækni og Almannavarnir. Þrír skjólstæðinganna voru taldir meira útsettir en aðrir sem og fjórir starfsmenn sem verið höfðu í nálægð við starfsmanninn í meira en 15 mínútur. Ákveðið var að þeir sem voru mest útsettir væru heima í sóttkví í 14 daga. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Aftur verður skimað hjá þessum hópi í lok sóttkvíar, 1. september nk. og eftir þörfum. Í samráði við sóttvarnalækni, rakningarteymið og aðstandendur skjólstæðinga Borgarsels var ákveðið að opna á ný fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Upp hefur komið smit innan þess hóps og því verið að vinna í að finna aðrar lausnir fyrir þennan viðkvæma hóp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Starfsmaður í Borgarseli greindist með Covid-19 síðastliðinn fimmtudag. Starfsmaðurinn var síðast í vinnu, þriðjudaginn 18. ágúst, var þá algjörlega einkennalaus og viðhafði hann allar þær sóttvarnir sem krafa er gerð um á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarseli en þar er rekin dagþjálfun fyrir skjólstæðinga með heilabilun. Föstudaginn, 21. ágúst, fjölluðu starfsmenn sóttvarnalæknis og rakningateymis um málið á samráðsfundi hjúkrunarheimila. Í framhaldi af þeim fundi var Borgarseli lokað, þ.e. föstudaginn 21. ágúst og mánudaginn 24. ágúst. Húsnæðið var sótthreinsað og unnið að skipulagningu í samvinnu við Sóttvarnalækni og Almannavarnir. Þrír skjólstæðinganna voru taldir meira útsettir en aðrir sem og fjórir starfsmenn sem verið höfðu í nálægð við starfsmanninn í meira en 15 mínútur. Ákveðið var að þeir sem voru mest útsettir væru heima í sóttkví í 14 daga. Búið er að skima alla þá sem sendir voru í sóttkví og reyndust þeir allir neikvæðir. Aftur verður skimað hjá þessum hópi í lok sóttkvíar, 1. september nk. og eftir þörfum. Í samráði við sóttvarnalækni, rakningarteymið og aðstandendur skjólstæðinga Borgarsels var ákveðið að opna á ný fyrir þá skjólstæðinga sem sjúkdóms síns vegna eiga erfitt með að vera einir heima allan daginn. Upp hefur komið smit innan þess hóps og því verið að vinna í að finna aðrar lausnir fyrir þennan viðkvæma hóp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira