Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 13:38 Sparkvöllurinn stóð á gervigrasinu fjær. Nágrannakonan býr í gráa húsinu sem stendur næst vellinum. Vísir/Vilhelm „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07. Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07.
Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira