Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög hvetjandi leikmaður en stundum þarf hún líka hvatningu sjálf. Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira