Ísland er nú nálægt því að komast á svokallaðan rauðan lista yfirvalda í Bretlandi yfir lönd sem flokkast sem áhættusvæði vegna Covid-19. Þeir sem ferðast til Bretlands frá ríkjum á rauða lista yfirvalda þar í landi þurfa að sæta 14 daga sóttkví við komuna.
Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph þar sem fjallað er um að líklegt sé að Sviss verði sett á hinn svokallaða rauða lista. Í fréttinni kemur einnig fram að Ísland, Jamaíka og Tékkland séu að nálgast rauða listann miðað við þau viðmið sem yfirvöld í Bretlandi notast við.
Viðmiðið er nýgengi smitan en yfirvöld Breta miðað við það tala nýgengis sé ekki hærri en 20, ella fari ríki á rauða listann. Í frétt Telegraph segir að nýgengi smita í Sviss sé 20.
Samkvæmt tölulegum upplýsingum á Covid.is er nýgengi innanlandssmita hér 19,6 en talan táknar hversu mörg smit eru á hverja 100 þúsund íbúa.
Í frétt Telegraph segir að embættismenn í Bretlandi muni hittast á næstu 48 klukkutímum til að taka ákvörðun um hvaða lönd bætist á rauða listann, sem þegar inniheldur ríki á borið við Spán, Frakkland, Belgíu og Holland.
Verði Ísland flokkað sem áhættusvæði af yirvöldum í Bretlandi þurfa þeir sem ferðast til Bretlands frá Íslandi að sæta 14 daga sóttkví við komuna.