Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:04 Áin er venjulega grænblá en er nú orðin gruggug og mórauð eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Stefanía Katrín Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44