Símtal Suarez og Koeman entist bara í eina mínútu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Luis Suarez segist eiga skilið meiri virðingu frá Barcelona en þetta. Getty/Mateo Villalba/ Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira
Framtíð Luis Suarez hjá Barcelona er ráðin því nýr þjálfa liðsins, Ronald Koeman, vill ekki hafa hann í liðinu sínu á næstu leiktíð. Ronald Koeman ætlar að hreinsa til hjá Barcelona og einn af þeim sem verður fórnað er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez. Barcelona vill losna við samning Luis Suarez í ár en samningurinn var til 30. júní 2021. Ronald Koeman hefur ekki áhuga á að nota aðalframherja liðsins síðustu ár. Barcelona þarf nú að fara í viðræður við leikmanninn eða hans fulltrúa til að loka samningnum. Luis Suarez skoraði 21 mark í 36 leikjum fyrir Barcelona á leiktíðinni en virkaði þungur og formlítill eftir að boltinn byrjaði að rúlla á nú eftir kórónuveirufrí. Suarez s chat with Koeman lasted less than ONE minute And the striker, who has been told to leave, is not happy https://t.co/MRTKbKSckC— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 25, 2020 Luis Suarez er allt annað en sáttur með þetta og hefur sagt sína hlið í viðtali við spænskt blað. Luis Suarez sagði katalónska íþróttablaðinu Sport frá því að Ronald Koeman hefði hringt í hann til að segja honum frá ákvörðun sinni. Símtalið entist hins vegar bara í eina mínútu en það er ekkert annað í boði fyrir Suarez að sætta sig við þessa stöðu. Hann bað ekki um neinar skýringar í símtalinu og endaði það strax. Suarez telur sig hafa unnið sér inn meiri virðingu en það að fá eins mínútna símtal frá verðandi þjálfara. Luis Suarez is reportedly on his way out of Barcelona.Gossip: https://t.co/tDRE3rXj3C pic.twitter.com/sYocAZka6L— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2020 Suarez hefur spilað með Barcelona í sex ár en var nú sagt upp í síma. Luis Suarez er þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona með 198 mörk í 283 leikjum. Hann hefur skorað 147 mörk fyrir Barcelona í spænsku deildinni og 25 mörk fyrir liðið í Meistaradeildinni. Luis Suarez vann spænsku deildin fjórum sinnum með Barcelona, spænska bikarinn fjórum sinnum og svo Meistaradeildina á þrennutímabilinu 2014-15. Luis Suarez er sagður vera mjög ósáttur með að vera gerður að blóraböggli fyrir það sem hefur farið úrskeiðis hjá Barcelona liðinu en það var augljóslega mikið að hjá félaginu og engum einum manni að kenna. 2014-2020 - Luis Suárez at Barcelona: 283 games198 goals107 assists- G/A every 77.6 minutes 4-time La Liga champion Champions League winner (2015) Only player to beat Messi and Ronaldo to the PichichiTime for some respect. pic.twitter.com/vAEPhjrWTz— Warriors of Uruguay (@UruguayanHeroes) August 24, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Sjá meira