Erlent

Þrettán tróðust undir í áhlaupi lögreglu á skemmtistað í Líma

Samúel Karl Ólason skrifar
Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Períu.
Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Períu. AP/Raul Sifuentes

Minnst þrettán manns tróðust undir eða köfnuðu þegar fólk flúði skemmtistað í Líma í Perú. Lögreglan gerði áhlaup á skemmtistaðinn, sem mátti ekki vera opinn vegna heimsafaraldurs nýju kórónuveirunnar. Mikið óðagot myndaðist við áhlaup lögreglu, þegar um 120 manns rendu að flýja skemmtistaðinn.

Aðeins einn útgangur var á skemmtistaðnum og reyndi fólk að troða sér þar út, með þeim afleiðingum að þrettán dóu og sex særðust, þar af þrír lögregluþjónar.

Samkvæmt frétt Reuters lokuðu yfirvöld í landinu öllum skemmtistöðum og börum í mars og settu á umfangsmikið samkomubann fyrr í ágúst. Þar að auki er útgöngubann á sunnudögum.

Smituðum hefur farið hratt fjölgandi í Perú að undanförnu. Nú hafa minnst 576 þúsund manns smitast af Covid-19, svo vitað sé, og 27.245 hafa dáið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.