Fótbolti

Ingibjörg lék lykilhlutverk í sögulegum sigri

Ísak Hallmundarson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir. getty/Eric Verhoeven

Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir lék eitt af aðalhlutverkunum þegar Valerenga sigraði LSK frá Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var sögulegur fyrir þær sakir að aldrei áður hefur Valerenga unnið leik á móti LSK.

Það var Ingibjörg sem skoraði fyrsta mark leiksins og kom Valerenga yfir á 30. mínútu. Dejana Stefanovic bætti við marki skömmu fyrir hálfleik og staðan orðin 2-0 fyrir Valerenga. Á 70. mínútu gerði Rikke Marie Madsen út um leikinn þegar hún skoraði eftir stoðsendingu frá Ingibjörgu. LSK minnkaði muninn í uppbótartíma og lokatölur 3-1 fyrir Valerenga.

Valerenga er á toppi deildarinnar með 20 stig eftir níu umferðir á meðan LSK er í 3. sæti með 16 stig eftir átta spilaði leiki. Mikil spenna í toppbaráttunni í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×