Innlent

Lík fannst á víðavangi í Breiðholti

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur ekki grunur á að um saknæmt athæfi sé að ræða.
Samkvæmt heimildum fréttastofu leikur ekki grunur á að um saknæmt athæfi sé að ræða. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í Breiðholti fyrir hádegi í gær vegna líkfundar í skóginum neðan við Hólahverfi. Karlmaður hafði þá gengið fram á lík utandyra en líkið fannst í rjóðri. Talið er að viðkomandi hafi dáið fyrir nokkrum mánuðum síðan en ekki leikur grunur á að um saknæmt athæfi sé að ræða.

Málið er nú í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá reynir kennslanefnd nú að bera kennsl á líkið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.