Eldur í íbúðarhúsi eldri borgara í Breiðholti Vésteinn Örn Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 21. ágúst 2020 18:20 Af vettvangi. Vísir/Aðsend Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri Slökkvilið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri
Slökkvilið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Tímamótaviðræður í Abú Dabí Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Sjá meira