Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 18:49 Sérsveitarmaður og þjálfari með sprengu-og sporleitarhundanna Klett og Getz sem er nýjasti liðsfélagi sveitarinnar. Vísir/Jóhann K Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið. Dýr Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið.
Dýr Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira