Sjö smituð á Hótel Rangá Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 12:27 Einstaklingarnir sem reyndust smitaðir tengjast ekki að öðru leyti en að þeir voru allir á hótelinu. Hótel Rangá. Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent