Nágrannar krefjast skaðabóta vegna framkvæmda við glæsihús í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Frá Garðabæ. Vísir/Vilhelm Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð. Garðabær Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Garðabær Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira