Fótbolti

Afturelding með sinn fyrsta sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roberta Ivanauskaite var frábær í dag.
Roberta Ivanauskaite var frábær í dag. vísir/daníel
Afturelding vann sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna þetta tímabilð er liðið lagði HK í Mosfellsbænum í kvöld, 33-30.

Liðin héldust hönd í hönd fyrsta stundarfjórðunginn en Afturelding var sterkari aðilinn síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik og leiddi 18-15 í hálfleik.

HK kom þó til baka og allt var jafnt 28-28 er tíu mínútur voru eftir. Afturelding stóð það þó af sér og vann sinn fyrsta leik þennan veturinn.

Roberta Ivanauskaite var frábær í liði Aftureldingar og skoraði níu mörk en Anamaria Gugic bætti við átta mörkum. Sigríður Hauksdóttir skoraði fjórtán mörk fyrir HK og Díana Kristín Sigmarsdóttir átta.

Afturelding er þó enn á botninum en liðið er með þrjú stig eftir 19 leiki. Þetta var mikið áfall fyrir HK sem er í baráttunni um úrslitakeppnissæti en liðið er í 4. sætinu með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×