Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. mars 2020 14:56 Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi, meðal annars slökkviliðsmenn sem voru á rústabjörgunarnámskeiði þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm
Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira