100% árangur gegn Englandi en aldrei unnið hin tvö Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 18:10 Ísland sló England út á EM í Frakklandi 2016 þar sem Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. vísir/getty Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn andstæðingum liðsins í Þjóðadeildinni næsta haust er vægast sagt misgóður. Ísland fékk England úr efsta styrkleikaflokki en liðin hafa aðeins einu sinni mæst í mótsleik. Það var auðvitað í 16-liða úrslitum á EM 2016 þegar Ísland vann 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Það var síðasti leikur Englands undir stjórn Roy Hodgson en Gareth Southgate tók við liðinu þá um haustið. Undir hans stjórn varð England í 4. sæti á HM 2018 og liðið endaði í 3. sæti Þjóðadeildarinnar í fyrrasumar. Ísland gerði jafntefli við England í vináttulandsleik árið 1982, 1-1, en tapaði 6-1 á æfingamóti sumarið 2004. Ísland hefur aldrei unnið Danmörku, hvorki í mótsleik né vináttulandsleik, í 23 tilraunum. Liðin mættust síðast í vináttulandsleik í aðdraganda EM 2016 og unnu Danir 2-1 sigur. Liðin mættust í undankeppni EM 2012, undankeppni EM 2008 og undankeppni HM 2002, og vann Danmörk alla sex leikina. Danir komust í 16-liða úrslit á HM 2018 en féllu úr leik í vítaspyrnukeppni gegn silfurliði Króatíu. Þeir unnu sinni riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar haustið 2018, í baráttu við Austurríki og Norður-Írland, og leika þess vegna í A-deild núna. Romelu Lukaku reyndist Íslendingum erfiður á Laugardalsvelli þegar Belgar unnu þar 3-0 sigur.vísir/getty Það er skammt síðan að Belgía mætti á Laugardalsvöll en liðið var í riðli Íslands í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar haustið 2018. Belgía vann 3-0 á Laugardalsvelli og svo 2-0 á heimavelli. Áður mættust liðin í mótsleikjum síðast í undankeppni HM 1978, undankeppni EM 1976, undankeppni HM 1974 og undankeppni HM 1958. Alltaf unnu Belgar, alls átta leiki, og þeir unnu einnig vináttulandsleik þjóðanna á heimavelli í nóvember 2014. Belgía hefur því unnið alla ellefu leiki sína við Ísland. Belgar unnu til bronsverðlauna á HM 2018 en urðu svo í 2. sæti í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á eftir Sviss.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Ísland í riðli með Englandi, Danmörku og Belgíu Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í afar krefjandi en skemmtilegum riðli í Þjóðadeild UEFA í haust en dregið var í riðla í dag. Ísland mætir Englandi, Danmörku og Belgíu. 3. mars 2020 17:30