Allir starfsmenn arkitektastofu í sóttkví: „Allir komnir með vinnustöð heima“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. mars 2020 19:30 Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi arkitektastofunnar T.ark, segist hafa það gott í sóttkvínni. Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira