Allir starfsmenn arkitektastofu í sóttkví: „Allir komnir með vinnustöð heima“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. mars 2020 19:30 Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi arkitektastofunnar T.ark, segist hafa það gott í sóttkvínni. Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Eigandi arkitektastofu segir stemninguna hafa verið einkennilega þegar fyrst fréttist að samstarfsfélagi væri smitaður af kórónuveirunni, fyrstur Íslendinga. Nú vinna hins vegar allir að heiman og nota forritið Skype á vinnufundum. Um er að ræða arkitektastofuna T.ark en þar vinna um 20 manns. Maðurinn, sem hafði verið á Ítalíu, mætti til vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann greindist. Hann sagði samstarfsmönnum sínum strax frá stöðunni um miðjan dag síðastliðinn föstudag. „Það var mjög einkennilegt, svo ég kannski noti mjög vægt orð. Hann var bara í hátalaranum í símanum við alla starfsmenn. Hann var hress og kátur sem var fyrsti léttirinn miðað við allar fréttir. Svo leið föstudagurinn en við vorum öll saman á föstudeginum þangað til maðurinn í geimbúningnum mætti",“ segir Ásgeir Ásgeirsson, einn eigandi T.ark. Þau pöntuðu pizzur og drukku rauðvín sem til var á stofunni. Um klukkan níu um kvöldið var búið að taka sýni úr öllum og flestir fóru heim. Allir komnir með vinnustöð heima Næstu dagar fóru í að hringja í viðskiptavini sem höfðu komið inn á stofuna á þeim tíma sem hætta var á smiti og að ákveða næstu skref, nú þegar allur vinnustaðurinn var kominn í sóttkví. „Það eru bara allir komnir með vinnustöð heima. Það er tölvusérfræðingur hjá okkur sem er búinn að tengja alla,“ segir Ásgeir. Starfsmenn tali saman í síma og tölvupósti og þá er forritið Skype notað á fundum við viðskiptavini. „Það eru viðskiptavinirnir okkar sem er þolandinn. Við náum ekki að gera allt sem við áttum að gera. Ég atti að vera með kynningarfund á mánudag fyrir sveitarfélag til dæmis,“ segir Ásgeir sem annars hefur það nokkuð gott í sóttkvínni. „Ég átti reyndar að fara til útlanda á laugardaginn í sólina að spila golf þannig það var mesta svekkelsið fyrir mig. En þetta er allt í lagi maður þarf bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Panta inn matinn á netinu og svona praktísk mál en annars gengur lífið bara sinn vanagang,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira