Þarf ekki að greiða leigu vegna umdeilds gistiskýlis sem komst ekki á koppinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2020 09:00 Útlendingastofnun var óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00