Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:00 Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira