Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:00 Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira