Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 11:16 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa ólíka sýn á samningaviðræðurnar. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman til fundar klukkan fjögur að ósk Eflingar. Samninganefndir BSRB og ríkisins eru í kapphlaupi við tímann að ná samningum áður en viðamikil verkföll opinberra starfsmanna hefjast á mánudag en samkomulag tókst um vaktafyrirkomulag í gærkvöldi. Í tilkynningu Eflingar til fjölmiðla segir að samninganefnd muni krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæðútfærsla á þeim hafi aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir mikinn þrýsting á að Reykjavíkurborg standi við gefin loforð. „Það er ótækt að Reykjavíkurborg í fyrsta lagi sýni engan samvinnuvilja í því að vinna út frá þeim lausnum og tillögum sem Efling hefur lagt til. Svo kannski enn undarlegra að vilja ekki einu sinni gangast við sínum eigin tillögum og lausnum,“ segir Viðar. Í dag er 17 dagurinn í verkfalli Eflingarfólks hjá borginni en formlegur samningafundur hefur ekki verið frá því á miðvikudag í síðustu viku. Viðar segir að í dag eigi að reyna til þrautar að ná samningum við samningaborðið en viðræður hafa aðallega farið fram með yfirlýsingum í fjölmiðlum að undanförnu. „Og áttum okkur auðvitað á því að það er hlutverk samninganefndar Reykjavíkurborgar að útfæra og það er hlutverk okkar samninganefndar líka að gera það. Við vonumst til að þetta verði árangursríkur fundur í dag.“ Endar þ etta ekki me ð þ v í a ð b áð ir a ð ilar ver ð a á einhvern h á tt a ð gefa eftir? „Jú, það er auðvitað fyrirséð að samningaviðræður fela það í sér. Vissulega,“ segir Viðar. Efling hafi hins vegar lagt fram ótal tillögur og útfærslur sem samninganefnd borgarinnar hafi hafnað. Borgin hefur þó sjálf lýst sig reiðubúna til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu og vanmetinna kvennastétta. „Við bíðum þá þess að Reykjavíkurborg leggi sjálf fram heildstæðar og útfærðar tillögur um hvernig það sé hægt. Og að þær tillögur séu útfærðar í einhverjum búningi sem í raun er tækur í kjarasamningi,“ segir Viðar Þorsteinsson. BSRB hefur sami ð um vaktafyrirkomulag Á mánudag hefjast að óbreyttu víðtæk verkföll félaga innan BSRB, ýmist tímabundin til tveggja daga í senn og ótímabundin. Þau munu lama heilbrigiðsstofnanir og ýmsar þjónustustofnanir og tómstundir bæði hjá börnum, fullorðnum, öldruðum og fötluðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu var nánast gengið frá samkomulagi um vaktafyrirkomulag og þar með styttingu vinnuvikunnar í gærkvöldi. Enn eigi hins vegar eftir að semja um launaliðinn en þar bjóða stjórnvöld ekkert umfram lífskjarasamninginn.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57