Innlent

35 til­felli kórónu­veirunnar stað­fest

Andri Eysteinsson skrifar
Allir 35 smituðust við dvöl erlendis.
Allir 35 smituðust við dvöl erlendis. Vísir/Vilhelm

Níu ný tilfelli kórónuveirusmits hafa verið staðfest hér á landi í dag og eru tilfellin því orðin 35 í heildina. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Allir hinir smituðu eru í einangrun en um 400 manns, sem hafa verið í samskiptum við viðkomandi einstaklinga, eru í sóttkví.

Allir 35 sem smitaðir eru höfðu verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu eða Austurríki, þar með taldir þeir sem greindust í dag. Höfðu einstaklingarnir allir fengið tilmæli um að fara beint í sóttkví við heimkomuna.

Landspítalinn hefur í dag unnið að rannsóknum á 25 sýnum en frá upphafi hafa um 330 sýni verið rannsökuð.

Þá segir í stöðuskýrslunni að þeir Íslendingar sem eru í sóttkví á Tenerife fari í veirupróf á morgun, séu sýni neikvæð megi þeir fljúga til landsins á laugardaginn með beinu flugi.

Sóttvarnarlæknir ræður nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans, Ítalíu og skíðasvæðisins Ischgl í Austurríki.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×