Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 14:58 Benni lét sig ekki muna um að draga vagn Tröllaferða niður á veg, af bílastæðinu við Sólheimajökul. „Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
„Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00