Benni sveitaruddi segir Tröllaferðir vera að snapa sér fæting Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2020 14:58 Benni lét sig ekki muna um að draga vagn Tröllaferða niður á veg, af bílastæðinu við Sólheimajökul. „Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“ Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
„Jájá, það er ekkert grunaður neitt. Þessi meinti grunaði lét lögfræðinginn sinn senda bréf og tilkynna um að þetta yrði gert. Það er lögfræðilega staðfest,“ segir Benedikt „Sveitaruddi“ Bragason í samtali við Vísi. Á Facebook-síðu starfsmanns Tröllaferða er nú deilt myndum hvar sjá má vagn Tröllaferða sem dreginn hefur verið af stæði þar sem hann hefur verið hafður og niður á þjóðveg. Er spurt háðslega hver gæti hafa verið sá sem það gerði? „Benni stræks again.“ Einn og aðeins einn er grunaður. En hann er ekki grunaður lengur, það liggur fyrir að Benni er sá sem dró vagninn niður á veg.Vísir greindi frá talsverðum væringum sem hafa staðið vegna þessa vagns og staðsetningu hans. Benni sagði, við það tækifæri í samtali við Vísi, að um væri að ræða stæði sem hann hefði rutt sjálfur, samkvæmt deiliskipulagi Mýrdalshrepps á hans landi. Tröllaferðir héldu því þá fram að þeir hefðu leyfi til að hafa vagninn á vegaöxl sem þar er frá Vegagerðinni en samkvæmt svörum þaðan við fyrirspurn Vísis var ekki neinu slíku leyfi til að dreifa. Segir Ingó hjá Tröllaferðum bara bulla Tröllaferðir hafa dregið vagninn aftur á stæðið og Benni segist þá bara fara aftur á staðinn til að draga hann í burtu. „Það er svoleiðis. Þeir hafa ógurlega gaman að þessu,“ segir Benni. Starfsmenn Tröllaferða fundu vagninn á öðrum stað en þeir bjuggust við að hann væri. Nánar til tekið við veginn, um þrjá kílómetra frá stæðinu. Þeir drógu hann aftur á stæðið. Hann segist hafa margboðið Ingólfi Axelssyni eiganda Tröllaferða að finna einhverja lendingu í þessu máli. En hann bulli bara, svo mikið reyndar að sögn Benna, að lögfræðingur hans sé búinn að banna honum að tala við sig. „Nú leysa lögfræðingarnir þetta bara. Til þess eru þeir. Lögreglan kom og vildi meina að ég hafi skemmt vagninn en þeir gátu reyndar ekki bent á hvar eða hvernig. Núna annað skipti á þremur dögum sem þeir kæra mig til lögreglunnar. Þeir eru að snapa sér fæting,“ segir Benni og lýsir því að hann hafi verið að ryðja snjó á svæðinu og þá hafi einhverjir á vegum Tröllaferða þverbeygt fyrir sig og lá við slysi. Benni segist elska friðinn en hann vilji ekki láta vaða yfir sig. Þá grípi hann til aðgerða. Sjálfur segist Benni allur af vilja gerður að hafa þetta í góðu, þarna séu ruslagámar, klósett og allt mögulegt sem er hér á staðnum en þeim sé alveg sama, komi ekkert að því, bara fínt að geta notað það. Viðurkennir að þessar erjur séu kjánalegar „Þetta er orðið hálf kjánalegt. Meira að segja ég verð að viðurkenna það.“ Benni segir lögregluna hafa tjáð sér að hann hlyti að vera í rétti með að draga vagn af sínu landi. Spurður hvers vegna hún beiti sér ekki í málinu segir Benni það flókið. „Byggingarfulltrúinn í Mýrdalshreppi á að sjá til þess að þetta sé fjarlægt. En, að er eins og það er. Kunningi minn var að opna pulsuvagn hérna og það var þvílíkt vesen að fá leyfi. Þannig að er nú, ætti að ganga jafnt yfir alla. Þetta er bara Ingó, hann er alls staðar svona og hefur gaman að erjum. En hann hefur ekkert gaman að því að vera hrekktur sjálfur.“
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Sveitaruddi ýtti ruðningi og snjósköflum yfir vagn Tröllaferða Hörð samkeppni í ferðaþjónustu á Suðurlandi. 20. febrúar 2020 13:00