Fótbolti

Alfreð í hörðum árekstri gegn Bayern

Sindri Sverrisson skrifar
Huga þurfti að Alfreð Finnbogasyni og Thiago eftir áreksturinn.
Huga þurfti að Alfreð Finnbogasyni og Thiago eftir áreksturinn. vísir/getty

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður korteri fyrir leikslok í 2-0 tapi Augsburg gegn toppliði Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Alfreð hafði verið inni á vellinum í um tíu mínútur þegar hann skall illa saman við Thiago, leikmann Bayern. Huga þurfti að báðum leikmönnum en Alfreð gat haldið áfram leik. Thiago var hins vegar skipt af velli í kjölfarið.

Thomas Müller skoraði fyrra mark Bayern snemma í seinni hálfleik og Leon Goretzka bætti við því seinna á 90. mínútu.

Bayern, sem er án Robert Lewandowski vegna meiðsla, er nú með 55 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Dortmund. Augsburg er með 27 stig í 14. sæti, sex stigum frá umspilsfallsæti og níu stigum frá hreinu fallsæti.

Thiago og Alfreð Finnbogason liggja eftir að hafa skollið saman.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×