Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 18:36 Bifreiðin var keypt á 13.550.000 krónur árið 2016. Silas Stein/Getty Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Bílar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Bílar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira