Arsenal gerði góða ferð til Grikklands

Sindri Sverrisson skrifar
Alexandre Lacazette skoraði gegn Olympiacos.
Alexandre Lacazette skoraði gegn Olympiacos. vísir/getty

Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal í kvöld þegar liðið vann Olympiacos á útivelli í Grikklandi, 1-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta.

Lacazette skoraði markið mikilvæga tíu mínútum fyrir leikslok, eftir laglega sendingu frá Bukayo Saka þvert fyrir markið.

Seinni leikur liðanna fer fram í Lundúnum eftir viku.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.