Innlent

Fangi stunginn á Kvíabryggju

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Kvíabryggju. Myndin er úr safni.
Frá Kvíabryggju. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Sár fanga sem var stunginn með eggvopni í fangelsinu á Kvíabryggju í dag eru ekki talin alvarleg. Hann fékk aðhlynningu á heilbrigðisstofnun og fanginn sem stakk hann hefur verið fluttur úr fangelsinu, að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra.

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú árásina á Kvíabryggju. Páll segir í samtali við Vísi að ástandið í fangelsinu hafi verið tryggt eftir atvikið. Kvíabryggja er annað af tveimur opnum fangelsum landsins og þar eru um tuttugu fangar vistaðir. Páll segir að svo alvarlegir atburðir séu fátíðir í opnum fangelsum.

Fanginn sem var stunginn var fluttur á heilbrigðisstofnun í nágrenninu og var færður aftur í fangelsið eftir að hlúið var sárum hans.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segir að fangar á Kvíabryggju séu skelkaðir eftir árásina í dag. Hann ætli sér að ræða við Fangelsismálastofnun um málið á morgun.

Vísir/BaldurFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.