Innlent

Fangi stunginn á Kvíabryggju

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Kvíabryggju. Myndin er úr safni.
Frá Kvíabryggju. Myndin er úr safni. Vísir/Egill

Sár fanga sem var stunginn með eggvopni í fangelsinu á Kvíabryggju í dag eru ekki talin alvarleg. Hann fékk aðhlynningu á heilbrigðisstofnun og fanginn sem stakk hann hefur verið fluttur úr fangelsinu, að sögn Páls Winkel, fangelsismálastjóra.

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar nú árásina á Kvíabryggju. Páll segir í samtali við Vísi að ástandið í fangelsinu hafi verið tryggt eftir atvikið. Kvíabryggja er annað af tveimur opnum fangelsum landsins og þar eru um tuttugu fangar vistaðir. Páll segir að svo alvarlegir atburðir séu fátíðir í opnum fangelsum.

Fanginn sem var stunginn var fluttur á heilbrigðisstofnun í nágrenninu og var færður aftur í fangelsið eftir að hlúið var sárum hans.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, segir að fangar á Kvíabryggju séu skelkaðir eftir árásina í dag. Hann ætli sér að ræða við Fangelsismálastofnun um málið á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.