Ronaldo jafnaði met í þúsundasta leiknum sínum

Cristiano Ronaldo fagnar marki númer 725 í 1000. leik sínum á ferlinum.
Cristiano Ronaldo fagnar marki númer 725 í 1000. leik sínum á ferlinum. vísir/getty

Cristiano Ronaldo hélt upp á sinn þúsundasta fótboltaleik með því að skora í 2-1 sigri Juventus gegn SPAL á útivelli. Hann jafnaði met með því að skora í ellefta deildarleik sínum í röð.

Ronaldo hefur skorað í öllum leikjum sínum í ítölsku A-deildinni frá og með leiknum við Sassuolo þann 1. desember. Alls hefur hann skorað 16 mörk í þessum 11 leikjum. Hann jafnaði met Gabriel Batistuta og Fabio Quagliarella yfir að skora í flestum deildarleikjum í röð á Ítalíu.

Ronaldo hefur nú leikið 836 leiki fyrir félagslið sín á ferlinum og 164 landsleiki fyrir Portúgal, eða alls 1.000 leiki. Í þeim hefur hann skorað 725 mörk.

Aaron Ramsey skoraði seinna mark Juventus en SPAL hleypti aftur spennu í leikinn með marki frá Andrea Petagna úr vítaspyrnu á 69. mínútu.

Juventus er nú með 60 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Lazio sem á leik til góða á morgun. SPAL er á botninum með aðeins 15 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.