Innlent

Grunaður barnaníðingur í varðhaldi í fjórar vikur til viðbótar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 19. mars hið minnsta.
Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 19. mars hið minnsta. Vísir/Vilhelm

Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. mars. Karlmaðurinn hefur verið í varðhaldi í þrjár vikur sem renna átti út í dag. Nú bætast við fjórar vikur til viðbótar.

Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið leiddur fyrir dómara í gær og krafan um áframhaldandi varðhald verið samþykkt.

Sveinbjörn segir rannsókn málsins miða mjög vel. Hún sé þó mjög umfangsmikil og taki til nokkurra landa. Þá sé málið rannsakað í samstarfi við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Hann vill ekki tjá sig nánar um málið en það sé á viðkvæmu stigi.

Ekki sé hægt að staðfesta hve margir meintir brotaþolar séu hér á landi en þeir séu nokkrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×