Innlent

Bandarískur karlmaður grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla á Suðurnesjum rannsakar málið.
Lögregla á Suðurnesjum rannsakar málið. Vísir/Vilhelm

Bandarískur karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn drengjum í nokkrum löndum að því er fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við Vísi að lögreglan hafi til rannsóknar mál bandarísks karlmanns vegna gruns um kynferðisbrot. Hann sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þá hafi lögregla haft samband við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. 

Í frétt RÚV segir að maðurinn, sem er á fertugsaldri, sé grunaður um að hafa brotið kynferðislega á drengjum í nokkrum löndum, þar með talið á Íslandi. Ferðir mannsins um Norður-Ameríku og Evrópu séu til rannsóknar í tengslum við málið.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×