Ása og Sandra settar í embætti dómara við Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 10:15 Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri hæfust til þess að verða sett í embættið Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt. Þær verða settar tímabundið í embættið vegna leyfa tveggja dómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að hafi verið ólöglega skipaðir á sínum tíma. Ása veður sett í embætti frá 25. febrúar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020. Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri metin hæfust til þess að verða sett í embættið. Næst á eftir voru Sandra Baldvinsdóttir og Ástráður Haraldsson héraðsdómari sögð jafnsett. „Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ sagði í umsögn nefndarinnar. Áður sótt um embættið Sandra og Ástráður hafa bæði sótt áður um embætti dómara við Landsrétt og var Ástráður var einn af þeim sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, setti hann hins vegar ekki á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Skipan dómara dæmd brotleg Meirihluti Mannréttindadóms Evrópu komst svo að þeirri niðurstöðu í mars á síðasta ári að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins og var málið flutt fyrir yfirdeildinni fyrr í þessum mánuði. Þetta var í þriðja sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt. Átta sóttu um embættin við réttinn að þessu sinni en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda, að sögn hæfnisnefndar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00 Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt. Þær verða settar tímabundið í embættið vegna leyfa tveggja dómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að hafi verið ólöglega skipaðir á sínum tíma. Ása veður sett í embætti frá 25. febrúar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020. Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri metin hæfust til þess að verða sett í embættið. Næst á eftir voru Sandra Baldvinsdóttir og Ástráður Haraldsson héraðsdómari sögð jafnsett. „Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ sagði í umsögn nefndarinnar. Áður sótt um embættið Sandra og Ástráður hafa bæði sótt áður um embætti dómara við Landsrétt og var Ástráður var einn af þeim sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, setti hann hins vegar ekki á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Skipan dómara dæmd brotleg Meirihluti Mannréttindadóms Evrópu komst svo að þeirri niðurstöðu í mars á síðasta ári að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins og var málið flutt fyrir yfirdeildinni fyrr í þessum mánuði. Þetta var í þriðja sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt. Átta sóttu um embættin við réttinn að þessu sinni en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda, að sögn hæfnisnefndar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00 Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00
Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09