Ása og Sandra settar í embætti dómara við Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 10:15 Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri hæfust til þess að verða sett í embættið Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt. Þær verða settar tímabundið í embættið vegna leyfa tveggja dómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að hafi verið ólöglega skipaðir á sínum tíma. Ása veður sett í embætti frá 25. febrúar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020. Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri metin hæfust til þess að verða sett í embættið. Næst á eftir voru Sandra Baldvinsdóttir og Ástráður Haraldsson héraðsdómari sögð jafnsett. „Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ sagði í umsögn nefndarinnar. Áður sótt um embættið Sandra og Ástráður hafa bæði sótt áður um embætti dómara við Landsrétt og var Ástráður var einn af þeim sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, setti hann hins vegar ekki á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Skipan dómara dæmd brotleg Meirihluti Mannréttindadóms Evrópu komst svo að þeirri niðurstöðu í mars á síðasta ári að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins og var málið flutt fyrir yfirdeildinni fyrr í þessum mánuði. Þetta var í þriðja sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt. Átta sóttu um embættin við réttinn að þessu sinni en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda, að sögn hæfnisnefndar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00 Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásu Ólafsdóttur, prófessor og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, og Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt. Þær verða settar tímabundið í embættið vegna leyfa tveggja dómara sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að hafi verið ólöglega skipaðir á sínum tíma. Ása veður sett í embætti frá 25. febrúar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020. Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu fyrr í mánuðinum að Ása Ólafsdóttir væri metin hæfust til þess að verða sett í embættið. Næst á eftir voru Sandra Baldvinsdóttir og Ástráður Haraldsson héraðsdómari sögð jafnsett. „Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ sagði í umsögn nefndarinnar. Áður sótt um embættið Sandra og Ástráður hafa bæði sótt áður um embætti dómara við Landsrétt og var Ástráður var einn af þeim sem var metinn hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, setti hann hins vegar ekki á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Ástráði voru þá dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með því að endurraða lista yfir hæfustu umsækjendur. Skipan dómara dæmd brotleg Meirihluti Mannréttindadóms Evrópu komst svo að þeirri niðurstöðu í mars á síðasta ári að skipan dómara við Landsrétt hafi brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins og var málið flutt fyrir yfirdeildinni fyrr í þessum mánuði. Þetta var í þriðja sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt. Átta sóttu um embættin við réttinn að þessu sinni en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda, að sögn hæfnisnefndar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00 Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00
Sigríður segir skjóta skökku við að íslenski dómarinn endurmeti eigin dóm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Mannréttindadómstólinn harðlega fyrir að hafa ekki skipt íslenska dómaranum við réttinn áður en málið var tekið upp við yfirrétt dómstólsins. 9. febrúar 2020 18:00
Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. 17. febrúar 2020 18:09