Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. febrúar 2020 12:15 Birtingarmyndir vinnustöðvunar Eflingarfólks í Reykjavík eru margar,til að mynda hefur hún raskað sorphirðu í borginni. Vísir/efling Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. Verði verkfall samþykkt hefst það á sama tíma og aðgerðir BSRB og yrðu samlegðaráhrifin því nokkur. Framkvæmdastjóri Eflingar vonast þó til að kjaradeilu félagsins við borgina verði lokið fyrir þann tíma. Annars vegar er um að ræða félagsmenn Eflingar sem starfa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samningar þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa verið lausir síðan í marslok í fyrra. „Þær viðræður hafa ekki gengið vel og var lýst árangurslausum í gær. Þessi tillaga um verkfallsboðun er því næsta skref í þeirri baráttu,“ segir Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar. Hins vegar ætlar Eflingarfólk sem starfar hjá einkareknum skólum innan Samtaka sjálfstæðra skóla, eins og hjá Hjallastefnunni og Félagsstofnun Stúdenta, að greiða atkvæði um samúðarverkfall með kollegum sínum í Reykjavík. Fari svo að Eflingarfólk samþykki vinnustöðvun í næstu viku myndu ótímabundnar aðgerðir þessara hópa hefjast strax í hádeginu 9. mars. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Sigurjón En hvers vegna leggið þið upp með að fara strax í ótímabundnar aðgerðir?„Við teljum að þessi viðvörunar- eða aðdragandaverkföll sem farið var í í borginni hafi þjónað sínum tilgangi. Við horfum til þess auðvitað líka að þarna er BSRB að hefja aðgerðir á svipuðum tíma og við teljum óhætt að hefja þessar aðgerðir með fullum þunga strax frá fyrsta degi,“ segir Viðar. Vísar hann þar til verkfallsaðgerða félagsmanna BSRB sem samþykktar voru í vikunni. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd,“ segir í útskýringu BSRB. Þessar aðgerðir munu jafnframt hefjast mánudaginn 9. mars, en nánar má fræðast um þær hér.Takist ekki að leiða þessar kjaradeilur til lykta má ætla að samlegðaráhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingar og BSRB á höfuðborgarsvæðinu verði orðin nokkur um miðjan mars. Viðar segist þó vona að yfirstandandi deilu borgarinnar og Eflingar verði hægt að ljúka fyrir þann tíma. Borgarstjórnarmeirihlutinn hafi talað fyrir launaleiðréttingu umræddra stétta, til að mynda í meirihlutasáttmálanum, og nú þurfi að sýna þann vilja í verki. „Það á í sjálfu sér ekki að taka langan tíma. Það hlýtur því að geta talist algjörlega raunhæf vænting að við getum lokið samningum við Reykjavíkurborg fyrir þennan tíma [9. mars] en það veltur á sjálfsögðu á því að Reykjavíkurborg sýni samningsvilja í verki,“ segir Viðar Þorsteinsson.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32 Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48 Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Tvær vikur í fyrstu verkfallsaðgerð fimmtán þúsund félagsmanna BSRB Verkfallsaðgerðir félaga BSRB, sem samþykktu með afgerandi hætti verkfallsboðun í dag, hefjast mánudaginn 9. mars takist ekki samningar fyrir þann tíma. 20. febrúar 2020 15:32
Enn fleira Eflingarfólk gæti farið í verkfall Greidd verða atkvæði um verkfall Eflingarfólks sem starfar fyrir einkarekna skóla og önnur sveitarfélög en Reykjavík eftir helgi. 21. febrúar 2020 20:48
Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að fara sjálfir með sorp á endurvinnslu- og grenndarstöðvar á meðan á verkfalli stendur. 21. febrúar 2020 19:01