Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 19:30 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15