Fótbolti

Þriðji sigur Victors og félaga í röð | Rúrik tekinn af velli í hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það gengur vel hjá Victori og félögum í Darmstadt þessa dagana.
Það gengur vel hjá Victori og félögum í Darmstadt þessa dagana. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem vann Nürnberg, 1-2, í þýsku B-deildinni í dag.

Þetta var þriðji sigur Darmstadt í röð. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig.

Victor hefur verið fastamaður hjá Darmstadt á tímabilinu og leikið 20 af 23 deildarleikjum liðsins.

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen en var tekinn af velli í hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Karlsruher, 0-2, á heimavelli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.

Sandhausen hefur tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er í 11. sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.