Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Rusl á víð og dreif tók á móti gestum miðborgarinnar í dag. Allar ruslatunnur voru fullar og leifar næturlífsins fyrir allra augum. Vísir/baldur Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00