Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 13:00 Börn í Grandaskóla hafa mætt með nesti í þessari viku. Hluti þeirra er heima enda aðeins sjö skólastofur opnar af 24. Reykjavík Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. Skólastjórinn segir afleitt að börnin komist ekki í skólann og að verkföll hafi slæm áhrif á líðan barnanna og menntun. Ótímabundið verkfall starfsmanna borgarinnar í stéttarfélaginu Eflingu hefur nú staðið síðan aðfaranótt mánudagsins. Verkfallið hefur haft töluverð áhrif. Meðan annars á leik- og skólastarf í Reykjavík. Réttarholtsskóla var lokað í gær þar sem skólinn hefur ekki verið þrifinn alla vikuna þar sem allir sem sjá um þrif í skólanum eru í verkfalli. Ástandið var sérstaklega slæmt á salernum skólans. Staðan er slæm í fleiri skólum sem sjá fram á að þurfa að loka hluta bygginganna og þar með ekki tekið á móti öllum nemendum. Grandaskóli er einn þeirra en aðeins um 140 nemendur af 365 gátu mætt í skólann í dag. Örn Halldórsson er skólastjóri Grandaskóla. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ segir Örn. Þau hafi lokað sautján kennslustofum og haldi uppi kennslu í sjö. Örn vonast til að kjaradeila Eflingar og borgarinnar fari að leysast enda hafi verkflöll slæm áhrif á líðan barnanna og menntun þeirra. „Þetta er afleitt. Börn þurfa sína reglufestu. Öll svona óvissa fer ekki vel í þau frekar en okkur fullorðna fólkið.“ Hann bendir á að rannsóknir sýni að það hafi ekki góð áhrif á börn að missa svona úr. „Allt svona sem dregst á langinn er aldrei gott.“ Óvíst er hvenær fundað verður næst í deilunni en Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira