Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:31 Eliza og Guðni halda til Póllands á mánudag. Getty Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent