Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. febrúar 2020 11:32 Þessum gámi hefur verið komið upp við Landspítalann í Fossvogi. Þangað færi einstaklingur sem mögulega væri smitaður af kórónuveirunni. vísir/vilhelm Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira