Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Trentino er ekki skilgreint sem svæði með mikla smithættu vegna kórónuveirunnar líkt og rauðmerktu héruðin á þessu korti en önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu. vísir/hjalti Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Íslensku ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn og Vita bjóða upp á vinsælar skíðaferðir til Madonna og Selva. Bæirnir eru í héraðinu Trentino en það er ekki eitt þeirra héraða sem skilgreind eru sem hættusvæði. Þau héruð eru Lombardía, Venetó, Piedmont og Emilia-Romagna. Sóttvarnalæknir ráðleggur gegn ónauðsynlegum ferðum til þessara héraða og eru einstaklingar sem hafa dvalið á þessum svæðum í beðnir um að vera í sóttkví í 14 daga frá dvöl á svæðunum. Verona-borg er í Veneto og þangað er meðal annars flogið með Íslendinga í skíðaferðir á Norður-Ítalíu. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að fara í sóttkví ef maður flýgur eingöngu til eða frá svæði með mikla smitáhættu eða keyrir aðeins í gegnum slíkt svæði.Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Annað vinsælt skíðasvæði á meðal Íslendinga er Cortina í Venetó. Íslendingar sem koma þaðan úr skíðaferð þurfa því að fara í sóttkví líkt og tveir hafa þurft að gera á Egilsstöðum sem komu frá Cortina. Að því er fram kemur á vef RÚV er sóttvarnalæknir að hafa samband við hina tólf sem einnig voru þar. Þá ber að hafa í huga að þótt fyrrnefnd skíðasvæði séu vinsælli önnur meðal landans þá eru önnur skíðasvæði á Norður-Ítalíu innan hættusvæðanna þangað sem fólk getur farið á eigin vegum eða með öðrum ferðaskrifstofum en þeim íslensku. Einnig má nefna að önnur svæði á Ítalíu eru skilgreind sem svæði með litla smitáhættu og eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis sem eru þar eða hafa verið þar undanfarna daga eftirfarandi: Einstaklingar sem eru á þessum svæðum eða hafa verið á þessum svæðum á undanförnum dögum eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og huga að sýkingavörnum. Það innifelur með annars að þvo hendur oft og vel, hafa klút fyrir andlitið við hnerra/hósta eða hnerra/hósta í olnbogabót og nota handspritt. Handþvottur, það að forðast að snerta augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum. Tilkynna veikindi til 1700 eða heilsugæslunnar sem koma upp innan 14 daga frá heimsókn á ofangreind svæði og fara yfir ferðasögu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Ítalía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira