Fjöldi tyrkneskra hermanna felldur í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2020 22:03 Fregnir hafa borist af frekari árásum á Tyrki og mannfalli í kvöld. AP/Ghaith Alsayed Minnst 22 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás í Idlib-héraði í Sýrlandi í kvöld. Fregnir hafa borist af frekari árásum á Tyrki og mannfalli í kvöld. Þjóðaröryggisráð Tyrklands hefur verið kallað saman á neyðarfund vegna árásanna en undanfarna daga hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekað hótað því að gera innrás í héraðið til að stöðva sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem nýtur stuðnings Rússlands. Tyrkneskir embættismenn segja Assad-liða hafa gert árásina sem um ræðir og beinast spótin að Rússum. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er á landamærum Tyrklands og Sýrlands og segir hann ástandið hræðilegt. Almennir borgarar séu á milli steins og sleggju. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Flóttamenn Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Minnst 22 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás í Idlib-héraði í Sýrlandi í kvöld. Fregnir hafa borist af frekari árásum á Tyrki og mannfalli í kvöld. Þjóðaröryggisráð Tyrklands hefur verið kallað saman á neyðarfund vegna árásanna en undanfarna daga hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekað hótað því að gera innrás í héraðið til að stöðva sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem nýtur stuðnings Rússlands. Tyrkneskir embættismenn segja Assad-liða hafa gert árásina sem um ræðir og beinast spótin að Rússum. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, er á landamærum Tyrklands og Sýrlands og segir hann ástandið hræðilegt. Almennir borgarar séu á milli steins og sleggju. Sjá einnig: Hræðilegt ástand og mestu fólksflutningarnir í sögu stríðsins Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja.
Flóttamenn Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45 Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Átökin koma sérstaklega niður á börnum Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. 26. febrúar 2020 22:45
Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45
SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30
Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52