Fótbolti

Hildur kölluð inn í íslenska landsliðshópinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik.
Hildur gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik. Vísir/Bára

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hefur þurft að gera eina breytingu á hópi sínum sem tekur þátt í Pinatar-mótinu á Spáni í næstu viku.

Hildur Antonsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn í stað Alexöndru Jóhannsdóttur en báðar leika þær með Breiðablik.

Hildur leikur venjulega í stöðu miðjumanns og hefur leikið 135 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 27 mörk. Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur einnig leikið HK/Víking sem og Val í efstu deild.

Hildur hefur ekki enn leikið fyrir A-landsliðið en hún hefur alls leikið 40 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim sjö mörk.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.