Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Blikar skoruðu sjö gegn ÍA í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA
Íslenski boltinn Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira