Innlent

Ætlar að forgangsraða fjármunum í þágu starfs-og verknáms

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að verið sé að huga að framtíðarhúsnæði Tækniskólans vegna mikillar fjölgunar umsókna í iðn-og tækninám.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að verið sé að huga að framtíðarhúsnæði Tækniskólans vegna mikillar fjölgunar umsókna í iðn-og tækninám.

Menntamálaráðherra segir að verið sé að huga að framtíðarhúsnæði Tækniskólans vegna mikillar fjölgunar umsókna í iðn-og tækninám. Þá sé unnið að aðgerðum til að forgangsraða fjármunum í þágu námsins.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir aukna aðsókn fagnaðarefni, ríkistjórnin hafi lagt upp með að fjölga nemendum í starfs-og verkgreinum.

„Við fóru af stað í þessa vegferð og bjuggumst við talsverðri aukningu en eins og þið sjáið þá er þessi aukning dálítið meiri en við bjuggumst við. Þá þurfum við bara að fara yfir þetta aftur og endurmeta, en þetta er fagnaðarefni.

Lilja segir að þessi vinna sé hafin og aðgerðarplan verði tilbúið fyrir næsta skólaár.

„Við erum að huga að framtíðarhúsnæði Tækniskólans til að bregðast við þessari miklu fjölgun í verkgreinar.  Þá er verið að skoða hvernig við þurfum að forgangsraða fjármunum í þágu starfs-og tæknináms,“ segir Lilja.  

 Hún segir að rekja megi þennan aukna áhuga til margra þátta.

„Eitt af því sem við sjáum er að háskólamenntaðir eru í meira mæli að sækja um í verknám því þeir sjá tækifærin á vinnumarkaði eftir nám,“ segir Lilja.

Mun fleiri sækja nú um í verknám en áður. Framhaldsskólarnir hafa líka þurft að hafna fleirum.

Aðsókn í verknám hefur aukist gríðarlega síðustu ár. Við sögðum frá því í gær að Tækniskólinn hafi á þessari önn þurft að hafna ríflega fjórum af hverjum tíu umsóknum í dagskóla í bygginga-og raftækninám vegna mikillar fjölgunar umsókna.

Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun bárust um fjórtánhundruð umsóknir í framhaldsskóla á landinu í byggingar-og rafgreinar á þessu skólaári. Tæplega 400 manns var neitað um skólavist vegna skorts á fjármagni eða húsnæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×