Innlent

Icelandair af­lýsir 22 flug­ferðum á föstu­dag vegna óveðursins

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram fram á föstudag.
Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram fram á föstudag. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur aflýst 22 flugferðum til og frá Evrópu á föstudaginn 14.febrúar vegna veðurs. Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. Eins og staðan er núna er allt flug til og frá Bandaríkjunum og Kanada enn á áætlun á föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.  

Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. Appelsínugular viðvaranir eru í öllum landshlutum en víðast verður vindur 25-33m/s.

Eftirfarandi flugi hefur verið aflýst á morgun 14. febrúar

FI532/533 til og frá Munchen
FI520/521 til og frá Frankfurt
FI342/343 til og frá Helsinki
FI306/307 til og frá Stokkhólmi
FI500/501 til og frá Amsterdam
FI528/529 til og frá Berlín
FI204/205 til og frá Kaupmannahöfn
FI416/417 til og frá Dublin
FI544/545 til og frá París CDG
FI318/319 til og frá Osló
FI430/431 til og frá Glasgow

Búið að er að skipuleggja eftirfarandi aukaflug á morgun, 13. febrúar:

FI504 frá Keflavík til Amsterdam kl. 09:45
FI505 frá Amsterdam til Keflavíkur kl. 14:00
FI546 frá Keflavík til Parísar CDG kl. 16:00
FI547 frá París CDG til Keflavíkur kl. 20:35
FI524 frá Keflavík til Frankfurt kl. 14:40
FI525 frá Frankfurt til Keflavíkur kl. 19:20
FI216 frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 16:10
FI217 frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur kl. 20:20

Röskunin hefur áhrif á þúsundir farþega en um 8000 farþegar áttu bókað flug með Icelandair á föstudag. Í tilkynningu Icelandair segir að nú þegar hafi um 1500 farþegar þegið boð flugfélagsins um að flýta og breyta flugi vegna þessa.

Þá hafa farþegar verið upplýstir um niðurfellingu flugs á föstudaginn. Unnið er að því að bóka farþegana í ný flug, hluta þeirra á morgun og restina í önnur flug á næstu dögum.

Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með „umsjón með bókun“ á heimasíðu Icelandair. Nánari upplýsingar er að finna hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.