Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 17:27 Frá Skógafossi í dag. Rennsli er lítið í fossinum, líkt og sést á myndinni. Lögreglan á Suðurlandi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í dag vegna mögulegrar krapastíflu í Skógá fyrir ofan fossinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis en ef um stíflu er að ræða gæti áin skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi í morgun fengið ábendingu um að óvenju lítið rennsli væri í Skógafossi. Lögregla hafi athugað málið og sú reyndist einmitt raunin - rennsli var afar lítið. „Miðað við hvernig þetta er venjulega er mjög lítið rennsli í honum, sem gefur okkur hugmynd um að það gæti hugsanlega verið stífla eða stíflur fyrir ofan,“ segir Sigurður. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K. Ákveðið var að rýma bílastæðið fyrir framan fossinn, þar sem voru um fimmtán bílar, og ferðamenn á svæðinu beðnir um að koma sér frá fossinum. „Til að taka enga áhættu, og vegna þess að við vitum ekki alveg hvað er í gangi,“ segir Sigurður og bætir við að allir hafi brugðist vel við aðgerðum lögreglu. Staðan verður tekin aftur nú fyrir myrkur og í fyrramálið en svæðinu verður þó haldið lokuðu þangað til á morgun. Sigurður segir að ekki þekkist dæmi um að stífla hafi brostið í ánni. Í tilkynningu lögreglu á Suðurlandi um málið segir jafnframt að stærð mögulegs flóðs muni líklega ákvarðast að miklu leyti af staðsetningu stíflunnar. Vísir/hjalti Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn eru enn við vinnu á svæðinu og þá hefur vatnamælingasviði Veðurstofunnar verið gert viðvart. Ekki verður unnt að kanna aðstæður ofar í ánni að sinni en það verður gert um leið og veður leyfir, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Sigurður segir að rennsli í fossinum hafi þó aukist töluvert síðan í morgun. Best sé þó að hafa allan varann á. „Það er búið að tala við marga, til dæmis staðkunnuga bændur hérna í grenndinni. Þeir eru ekki stressaðir yfir þessu. En þegar kemur upp eitthvað nýtt, og ekki er vitað um það, þá er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02 „Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Aldrei á ævinni verið svona hrædd Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. 14. febrúar 2020 15:02
„Dregur hægt og rólega úr óveðrinu með kvöldinu“ Lægir og styttir upp um allt land í nótt en í fyrramálið er útlit fyrir vaxandi austanátt á morgun, hvassviðri eða storm. 14. febrúar 2020 16:14
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02