Fótbolti

Skildu jöfn í aðdraganda Meistaradeildar

Sindri Sverrisson skrifar
Gabriel Paulista fagnar marki sínu gegn Atlético Madrid í kvöld.
Gabriel Paulista fagnar marki sínu gegn Atlético Madrid í kvöld. vísir/epa

Atlético Madrid er áfram í 4. sæti spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli við Valencia á útivelli í kvöld.

Atlético komst tvívegis yfir í fyrri hálfleik með mörkum Marcos Llorente og Thomas Partey, en Gabriel Paulista skoraði í millitíðinni fyrir Valencia. Það var svo Geoffrey Kondogbia sem skoraði síðasta markið hálftíma fyrir leikslok.

Valencia er í 6. sæti með 38 stig, tveimur stigum á eftir Atlético sem gæti misst Sevilla upp fyrir sig á sunnudaginn.

Valencia og Atlético leika bæði í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku. Valencia mætir Atalanta á miðvikudagskvöld en Atlético tekur á móti Liverpool á þriðjudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.