Sport

Bætti heimsmetið í annað sinn á viku

Sindri Sverrisson skrifar
Armand Duplantis skellir sér yfir 6,18 metra og eins og sjá má á hann enn talsvert inni.
Armand Duplantis skellir sér yfir 6,18 metra og eins og sjá má á hann enn talsvert inni. vísir/getty

Ný stjarna er fædd í frjálsíþróttaheiminum en hinn sænsk/bandaríski Armand Duplantis bætti í dag heimsmetið í stangarstökki í annað sinn á einni viku.

Duplantis, eða Mondo eins og hann er kallaður, stökk yfir 6,18 metra í dag á innanhússmóti í Glasgow. Metið gildir einnig sem heimsmet utanhúss en fyrir viku stökk Mondo yfir 6,17 metra og bætti heimsmet Frakkans Renaud Lavillenie um einn sentímetra.





„Ég hlakka mikið til utanhússtímabilsins,“ sagði Mondo við BBC en hann verður væntanlega áberandi á Ólympíuleikunum í Tókýó. „Ólympíuleikarnir eru það stærsta sem íþróttamaður getur tekið þátt í og þá vil ég vera upp á mitt allra besta,“ sagði Mondo.

Duplantis með ávísunina sem hann fékk í dag. Það borgar sig að setja heimsmet.vísir/getty

Mondo fékk 30.000 Bandaríkjadali, jafnvirði tæplega 4 milljóna króna, í vasann fyrir stökkið í dag. Hann er einnig með klásúlur í samningum við styrktaraðila sína sem færa honum drjúgan skilding með því að setja heimsmet.

Mondo er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjálfari hans er pabbi hans, Greg. Mamma hans heitir Helena og er sænsk fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×