Fótbolti

Landsliðsbakvörðurinn fagnaði í Íslendingaslag

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson rennir sér í boltann í sigrinum á Sandhausen í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson rennir sér í boltann í sigrinum á Sandhausen í dag. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Darmstadt létu ekki á sig fá að vera manni færri í hálftíma gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag og unnu 1-0 sigur.

Guðlaugur Victor, sem leyst hefur stöðu hægri bakvarðar í síðustu mótsleikjum íslenska landsliðsins, lék að vanda allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt. Rúrik Gíslason kom inn af varamannabekk Sandhausen á 77. mínútu en hann var síðast í byrjunarliði liðsins þann 9. nóvember.

Immanuel Höhn skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu en fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt skömmu síðar.

Darmstadt komst með sigrinum upp fyrri Sandhausen og Osnabrück og er í 9. sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið á hins vegar langt í land með að blanda sér í baráttu um sæti í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×