Fótbolti

Landsliðsbakvörðurinn fagnaði í Íslendingaslag

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson rennir sér í boltann í sigrinum á Sandhausen í dag.
Guðlaugur Victor Pálsson rennir sér í boltann í sigrinum á Sandhausen í dag. vísir/getty

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar í Darmstadt létu ekki á sig fá að vera manni færri í hálftíma gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag og unnu 1-0 sigur.

Guðlaugur Victor, sem leyst hefur stöðu hægri bakvarðar í síðustu mótsleikjum íslenska landsliðsins, lék að vanda allan leikinn á miðjunni hjá Darmstadt. Rúrik Gíslason kom inn af varamannabekk Sandhausen á 77. mínútu en hann var síðast í byrjunarliði liðsins þann 9. nóvember.

Immanuel Höhn skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu en fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt skömmu síðar.

Darmstadt komst með sigrinum upp fyrri Sandhausen og Osnabrück og er í 9. sæti deildarinnar með 29 stig. Liðið á hins vegar langt í land með að blanda sér í baráttu um sæti í efstu deild.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.