Innlent

Vaxandi atvinnuleysi og raforkusala til útlanda í Víglínunni

Sylvía Hall skrifar

Það eru blikur á lofti varðandi framtíð álversins í Straumsík sem og í efnahagsmálum almennt. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Þau ræða meðal annars möguleika á að selja raforku frá Íslandi í gegnum sæstreng. En nú þegar fer töluvert af orku til spillis í kerfinu þar sem það miðaðst við slæm ár í raforkuframleiðslu til að tryggja afhendingaröryggi.

Þá mæta þau Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Víglínuna til að ræða almennar horfur í efnahagsmálum. Spáð er vaxandi atvinnuleysi á þessu ári en til að mæta því hyggjast stjórnvöld auka útgjöld sín og Seðlabankinn hefur boðað að hann kunni að lækka vexti allt niður í núll til að örva atvinnulífið.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist skömmu síðar í sjónvarpshluta Vísis.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.