Innlent

Vaxandi atvinnuleysi og raforkusala til útlanda í Víglínunni

Sylvía Hall skrifar

Það eru blikur á lofti varðandi framtíð álversins í Straumsík sem og í efnahagsmálum almennt. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Þau ræða meðal annars möguleika á að selja raforku frá Íslandi í gegnum sæstreng. En nú þegar fer töluvert af orku til spillis í kerfinu þar sem það miðaðst við slæm ár í raforkuframleiðslu til að tryggja afhendingaröryggi.

Þá mæta þau Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Víglínuna til að ræða almennar horfur í efnahagsmálum. Spáð er vaxandi atvinnuleysi á þessu ári en til að mæta því hyggjast stjórnvöld auka útgjöld sín og Seðlabankinn hefur boðað að hann kunni að lækka vexti allt niður í núll til að örva atvinnulífið.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40 og birtist skömmu síðar í sjónvarpshluta Vísis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.