Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Talið er að Blind gæti verið á leið í Serie A eða aftur til Englands. Vísir/Getty Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar. Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar.
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19
Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30